Skeftískur á helgarkvöldi

Í gærkveldi var ég að fara að sofa og þá hringir á útidyrabjölluni minni.

Ég svara í dyrasíman vegna þess að ég er ekki að búast við því að einhver ætli að gæjast í heimsókn klukkan 12 á sunnudagskvöldi og þá hljómar svona létt sybbin og eithvað skrýtin rödd...

"Mig vantar að komast inn, ég gleymdi lyklunum mínum" 

Ég veit í raun ekkert hver þetta er og tékka í raddgagnagrunninum í kollinum á mér hvort ég kannist við röddina frá nágrönnum mínum og það kemur ekkert upp. Ég ákveð samt að spyrja kauða hver þetta er. Hann svarar með nafninu sínu og segist vera bróðir nágranna míns.

Núna skil ég ekki alveg afhverju þessi ungi drengur er að hringja uppá hjá mér klukkan 12 á sunnudagskvöldi. Hann ætlar að sækja lyklana hjá nágranna mínum en hringir í mig þannig að ég spyr.

"Afhverju hringiru ekki hjá bróðir þínum?"

Svarið kemur eftir smá hugsun...

"Hann er ekkert heima!"

Núna verð ég soldið hissa vegna þess að drengurinn gleymdi lyklunum sínum hjá bróðir sínum en bróðir hanns er ekki heima og hann er að hringja hjá mér.... Hvernig gengur þetta eiginlega upp.  Og í sakleysi mínu spyr ég hann nú bara að þessu.

"Hvernig virkar það? Þú kemst ekkert í lyklana þína ef ég hleypi þér inn vegna þess að bróðir þinn er ekkert heima?!"

Þá kemur snúningur í sögu drengsins og hann segir "En ég ætla bara að skilja soldið eftir"

Ég segi nú drengnum að hann verði bara að hringja í bróðir sinn eða bíða þangaðtil að hann komi heim. Ég sé ekki að fara að hleypa honum inn í húsið enda eru hurðirnar í húsinu okkar ekkert þær bestu í heimi.

Gaurinn lemur einu sinni í dyrasíman þannig að það hringir sennilega á öllum bjöllum í húsinu og labbar svo í burtu.

Ég veit enþá ekki hvort þetta hafi verið bróðirinn eða bara einhver að fara að gera heiðarlega nærbuxnastuldartilraun aftur. En þetta var frekar undarlegt og ég ætla að spyrja nágranna minn að þessu þegar ég rekst á hann næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Seljan

Hjalti þú ert greinilega orðinn allt of paranojaður eftir nærbuxnaþjófinn alræmda. Gaurinn var hins vegar bróðir minn sem hafði farið á mis við okkur Kötu niður í bæ og stóð úti með stóran rifinn poka. Við íbúar á Brautinni getum hins vegar verið sátt við að þangað kemst engin inn nema hafa fyrir því góða ástæðu:)

Helgi Seljan, 19.2.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Hjalti G. Hjartarson

hehehe... þú verður að segja honum að hljóma ekki svona hrikalega skuggalega þegar hann hringir á dyrasíma hjá fólki klukkan 12 á sunnudagskvöldum. :)   

Hjalti G. Hjartarson, 19.2.2007 kl. 13:23

3 Smámynd: Vera

hehehe

Ég verð að játa að ég hefði heldur ekki hleypt honum inn :P   

Vera, 19.2.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband