Þriðjudagur, 15. maí 2007
Varnarsamstarf
Núna sannar sig mögulega hvort samningurinn við dönsku landhelgisgæsluna borgar sig.
Við þurfum að verjast þessum hryðjuverkamanni og handtaka skipverja ef þeir þora inn í Íslenska lögsögu með þau áform að spilla okkar náttúru eins og þeir gerðu á suðurhöfum fyrr í ár.
Viljum við fleiri olíublauta fugla við strendur landsins útaf glæpum "Umhverfisverndarsinnum" ?
Skip Sea Shepherd leggur af stað áleiðis til Íslands í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Átta mig ekki á fullyrðingunni um að þessi umdieldu náttúruverndarsamtök hafi valdið olíumengun og dauða fugla. Það verður að fara mjög varlega í að fullyrða meira en efni standa til.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2007 kl. 08:58
Sea Shepherd missti réttinn til að nota titilinn náttúruverndarsamtök þegar þau snérust yfir í það að verða hryðjuverkasamtök. Með því að sökkva tveimur skipum hefðu þau hæglega geta valdið mengunarslysi og manntjóni, hef þó ekki neitt fyrir mér að svo hafi orðið en möguleikinn var til staðar.
Segir meira en 1000 orð um hræsni og dómgreindarskort þessara aðila.
Ellert Júlíusson, 15.5.2007 kl. 11:34
Finnst vægt að vísa þeim bara úr landi, þetta lið hefur framið hryðjuverk gegn þjóðinni og eru líklegir til þess að endurtaka leikinn. Finnst eins og við eigum að taka harkalega á þessu og bara sökkva þeim ef þeir fara inn á okkar lögsögu, getum tilkynnt þeim það áður til að vera aðeins mannúðlegri.
Geiri (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.