Færsluflokkur: Bloggar

Mynd dagsins

Eftir soldil veikindi og leiðindi þá er Hjalti kominn aftur á rúll með þetta alltsaman.

Svona lítil mynd af okkur hjúunum seint í gær kveldi :) 

1 ár búið 


Hjalti + Korinna = 1 ár

Jæjja, þá erum við hjúinn búin að vera saman í eitt ár... ekki slæmt það :)

Nú verður gert eithvað skemtilegt í kvöld :) Útaborða og slakað á.

 

1 ár er nú helvíti langur tími annars....

 

Já, og fyrst að ég vil frekar vera með konuni minni  en að  horfa á úrslitaleikin í Champions league þá ætla ég bara að segja Áfram barca. (Tek það fram að hún bauðst til að horfa á leikinn en ég tók það ekki í mál á deginum okkar)    


Yippie

Veit ekki alveg hvað ég á að segja, soldil blog lægð hjá mér, mynd dagsins gengur vel, ég fer ekkert niðurávið í vikt í augnablikinu. 

 

EN!

 

Í maí í fyrra kom sjúkraþjálfari upp í Origo og þá fór ég í mælingu sem sagði mér að allt væri í gúddí með blóðþrysting, kanski aðeins í efri kantinum eða 128/84 og svo var púlsinn yfir 65 hjá mér, man ekki alveg hvar.

Á föstudaginn fór ég svo og mældi blóþrysting og púls og í ljós kom 138/64 og 54 í púls.

 

Sæmileg bæting á einu ári bara með góðri hreyfingu. Neðri mörkin í blóþrystingnum eru það sem skiptir máli þannig að ég er dúndur sáttur við þetta.

 

Svo mynd dagsins á Fyrsta maí, hún lítur svona út.

 

Hraustur karlinn 

Maður er nú orðinn helvíti hraustur :) 


Frétt á mogganum!

Vil benda á hvílikar SNILLDAR myndir sem Ragnar Axelson tók af Skaftárhlaupinu!

Þetta er nú bara mjög einföld ástæða afhverju þessi maður er langbestur hér á landi :) 


mbl.is Dregur úr rennsli Skaftár í byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörlos update

Kílóafjöldi kemur á morgun, en ég tók mig til og mældi hvað ég er búinn að minka mikið í ummáli síðan 1'a Jan 2006, og bíðið nú bara!

22 Sentímetrar. Næstumþví kominn niður á gula svæðið! (Málbandinu er skipt upp í grænt gult og rautt svæði)

Ég emjaði af hamingju þegar ég sá þetta í morgun, hver veit nema 15 kílóinn séu kominn í kvöld!

Ætla að vikta mig eftir sundið! 


Mynd dagsins

Smá ævintýri í mynd dagsins, lenti í hálfgerðum skyndistormi með meðfylgjandi hagéli, verð að reyna aftur þar sem að draslið sem ég tók var algert sorp.

Gaman að lenda í ævintýrum samt.

Sundkeppnin heppnaðist vel, 2 gull og bara mjög fínir tímar í öllum sundum, helvíti fínnt.

 

Núna er bara að fara að synda meira og koma mér niður í almennilega klassa.

 

Howdy people    ætla að reyna aftur við mynd dagsins 


Haldið þið ekki að blogfærsluni minni var breytt!

Einhver stjórnandi kom hérna inn og breytti blogfærsluni minni bara vegna þess að ég var að prufa nýja virkni í vefnum, Maður fær ekki að benda vinum sínum á fréttir í friði án þess að einhver kemur og er með æsing og djöfulsins yfirgang, nei, veistu, farðu í rassgat.

 

Annars gekk nú sundkeppnin ágætlega náði ca. þeim tímum sem ég ætlaði mér, 33,37 í 50 flug og 30,7 í 50 Skrið, pínu fúll yfir að fara ekki undir 30 Sek í skriðinu en það verður að hafa sig 


Prufa hvernig þetta kemur út

Alltaf gaman þegar er verið að bæta inn fídusum...

Keppni á eftir

Jæjja, keppni á eftir, karlinn á að synda 50 Flugsund og 50 Skriðsund í eftirmiddag...

Stuttar og góðar vegalengdir... stefnum á tíma undir 30 sek í skriðsundinu, það ætti nú að hafast með því að reyna vel á sig. Flugsundið þar vill ég vera í kringum 32 sek í mesta lagi. 

Svo fór karlinn í ljósmyndaferð í gær, fórum suðurlandið endilangt, Mazdann alveg sannaði sig og stóð sig með príðum, ég tók sjálfsmynd hjá reynisdröngum.

Jump 

Mjög ánægður með þessa viðbót í seríuna sem má finna hér 

Set inn fleiri myndir og gef ykkur updates í kvöld með tímana. 


Mörlos update!

Þrátt fyrir það að óprútnir aðilar vilja meina það að ég hafi ekkert lést síðan í lok Febrúar, samt halda fötin áfram að hrynja af mér og núna er nákvæmlega 13.9 kíló farinn af Boltanum frá 1'a Jan 2006.

 

Nú koma myndir af Boltanum fyrir og eftir ;)

Pólland September 2005.
 

Snorrabraut 18 Apríl 2006

 

Þessi seinni er fyrsta myndin í seríu sem ég ætla að taka sem eru 100 Sjálfsmyndir á 100 Dögum. Skulum vona að það hafist, en þarna eruð þið með munin svona before and after...

Skal reyna að finna betri mynd after sem lýsir þessu betur en þetta verður að duga í bili. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband